Þitt fyrsta bros …
Bros er hið alþjóðlega tungumál sem allir tala og skilja. Sama hvar við erum stödd í heiminum þá skiljum við gleðina sem býr að baki brosi.
Sem heimsforeldri styður þú baráttu UNICEF fyrir öll börn og leggur þitt af mörkum til að börn fái góða byrjun í lífinu …
… og þau brosi!
Heilbrigð og hamingjusöm
Það er sjaldan langt í brosið hjá börnum. Bros barna færir okkur hlýju og minnir okkur á fegurðina og kraftinn sem býr í hamingjusömum og heilbrigðum börnum.
Kátar mæðgur
Bertha er frá Tansaníu og er með HIV. Þökk sé stöðugri lyfjameðferð smitaðist dóttir hennar, hún Tecla litla, ekki við fæðingu.
Hjálpargögn veita stuðning
Sabaa er nýfarin að sitja sjálf en styður sig þó hér við kassa fullan af neyðargögnum frá UNICEF og samstarfsaðilum. Fjölskylda hennar þurfti að flýja í Írak.
Barnvæn svæði fyrir flóttamenn
Lítil stúlka hlær í örmum konu á barnvænu svæði UNICEF á móttökusvæði fyrir flóttamenn í Serbíu, rétt við landamæri Makedóníu.
Brjóstagjöf í Mexíkó
UNICEF leggur áherslu á að fræða konur í Mexíkó um kosti brjóstagjafar á fyrstu mánuðum í lífi barns.
Neyðarhjálp eftir jarðskjálftana í Nepal
Mæðgurnar Preeti og Rashmi dvöldu undir berum himni í heilan mánuð áður en þær fundu skjól í skýli á vegum UNICEF, þar sem þeim var séð fyrir helstu nauðsynjum og öruggu húsaskjóli.
Mæðgur í Jóhannesarborg
Nafnið Neo þýðir „falleg gjöf“ og móðir hennar segir að hún sé mjög forvitin, elski að leika við eldri bróður sinn og þyki leiðinlegt að þurfa að leggja sig á daginn …
Kát og glöð í ungbarnaeftirliti
„Dóttir mín er afar heilbrigð. Ég gríp til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hún missi ekki af bólusetningu,“ segir hún Idéita í Tsjad.